
Marakvartettinn
Strengjakvartett sem ýmist var nefndur Marakvartettinn eða Mararkvartettinn starfaði um skeið á níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega dinnertónlist á veitingastaðnum Arnarhóli.
Meðlimir kvartettsins voru Sean Bradley fiðluleikari, Martin Smith fiðluleikari, Anna McGuire lágfiðluleikari og Haukur F. Hannesson sellóleikari, þau voru öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Marakvartettinn kom líklega fyrst fram í tengslum við áramótadansleik um áramótin 1984-85 og lék síðan á veitingastaðnum Arnarhóli næstu tvo vetur. Kvartettinn kom síðan aftur fram á vorfagnaði sjálfstæðisflokksins vorið 1990 en ekki liggur fyrir hvort hann var þá skipaður sömu meðlimum.