
Það er akkúrat það Bjarni
Hljómsveit með það undarlega nafn, Það er akkúrat það Bjarni, starfaði á Seyðisfirði a.m.k. árin 1987 og 88.
Meðlimir sveitarinnar voru Kristín Hafstað söngkona, Stefán Donalds hljómborðsleikari, Arnar Guttormsson gítarleikari, Jón Ágúst [Reynisson?] bassaleikari og Emil Guðmundsson trommuleikari.
Litlar sögur fara af þessari sveit en hún kom þó allavega einu sinni fram í Reykjavík, haustið 1988.