Seyðisfjarðartríóið (um 1930)

Seyðisfjarðartríóið sem svo er hér nefnt starfaði ekki undir því nafni en hefur í heimildum verið kallað það, en það var nafnlaust tríó starfandi í kringum 1930 á Seyðisfirði – hvenær nákvæmlega liggur þó ekki alveg fyrir.

Það voru þeir Þorsteinn Gíslason fiðluleikari, Þórarinn Kristjánsson sellóleikari (bróðir Kristjáns Kristjánssonar (KK) saxófónleikara og faðir Leifs Þórarinssonar tónskálds) og píanóleikari sem vantar nafnið á, sem skipuðu tríóið.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, nafn píanóleikarans, starfstíma tríósins og fleira sem skipt gæti máli í umfjöllun sem þessari.