Morð [1] (1995)

Morð

Hljómsveitin Morð starfaði á Seyðisfirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, hugsanlega þó aðeins árið 1995.

Sveitin keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir hennar þá Páll Jónasson gítarleikari, Gísli Þrastarson gítarleikari og söngvari, Kári Kolbeinsson trommuleikari, Ólafur Örn Pétursson söngvari og Logi Hallsson bassaleikari og söngvari. Morð komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en spilaði eitthvað áfram og átti um sumarið lag á safnplötunni Seyðisfjörður 100 ára, þá var sveitin skipuð sömu meðlimum.