Í samfélagi Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð var starfandi hljómsveit í kringum aldamótin undir nafninu Fjarkar.
Þessi sveit starfaði að minnsta kosti árið 2002 og lék þá á samkomum Íslendinga í borginni, og munu ættjarðarlög og slík tónlist hafa verið á prógrammi hennar. Meðlimir hennar þá voru þeir Eyþór Haukur Stefánsson harmonikkuleikari, Júlíus H. Sigmundsson hljómborðsleikari og söngvari, Þorsteinn Sigurðsson söngvari, saxófón- og klarinettuleikari og Ingvar Gunnarsson söngvari og gítarleikari.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma Fjarka.