Spegill spegill (1981-82)

Spegill spegill

Hljómsveitin Spegill spegill starfaði í nokkra mánuði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1981-82 og lék frumsamda tónlist á nokkrum tónleikum, einkum í félagsmiðstöðvum en einnig á N.E.F.S. samkomu í Félagsstofnun stúdenta.

Sveitina skipuðu þau Jóhannes Grétar Snorrason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og söngvari, Gísli Kristinn Skúlason trommuleikari og Kristín Þorsteinsdóttir hljómborðsleikari. Spegill spegill lék rokk sem teygði anga sína bæði í djass og nýbylgju.