Draumalandið

Draumalandið
(Lag og texti Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson)

Draumaland, undraheimur sem við lifum öll í.
Nótt eftir nótt, hver og einn með sjálfum sér.
Önnur vídd sem að getur sýnt þér for- og framtíð.
Komdu með, ég skal sýna þér í minn.
Draumaheiminn minn.

Siglum um loftin blá, svífum um höfin.
Tiplum á tunglinu og töltum til Mars.
Elskumst í auðninni, dönsum við dauðann.
Berjumst við berserki sem vaxa út á hlið.

Þá er svo drungalegt draumunum í.
Alls konar óvættir sem vilja í þig ná.
Vektu mig þá.

Segðu mér, eru draumar aðeins heilaspuni,
spegill þess sem að daginn drífur á,
leikritaskáld sem að leitast við að rauna þér?
Vertu góð, viltu sýna mér í þinn.
Draumaheiminn þinn.

Dansandi drottningar, naktar að neðan.
Kínverskir konungar, með lostafullt glott.
Endalaus aumingi, undarleg augu
veita mér athygli, mitt í þínum draum.

Nú er svo draugalegt, drauminum í.
Svipurinn nálgast mig, og sjá það ert þú.
Vaknaðu nú.

[af plötunni Todmobile – Todmobile]