Inn

Inn
(Lag / texti Eyþór Arnalds)

Töluð orð setja framtíðina í lás.
Ónefnd trú gæti sett af stað nýtt stríð.
Liðin tíð, og ekkert hefur breyst.
Liðnar aldir en maður er, einn með sjálfum sér.

Finn þinn inn minn hinn sinn stinn kinn.
Kemur með mér, kemur með mér – þessa leið.
Finn þinn inn minn hinn sinn stinn kinn.
Kemur með mér, kemur með mér – þessa leið.
Finn þinn inn minn hinn sinn stinn kinn.
Kemur með mér þessa leið.

Kemur vetur, kemur myrkrið hart.
Nýjar leiðir liggja‘ í dái.
Eitt augnablik get ég fengið loks að anda,
komist hærra, komist burt með þér.

Finn þinn inn minn hinn sinn stinn kinn.
Kemur með mér, kemur með mér – þessa leið.
Finn þinn inn minn hinn sinn stinn kinn.
Kemur með mér, kemur með mér – þessa leið.
Finn þinn inn minn hinn sinn stinn kinn.
Kemur með mér þessa leið.

Sóló

[af plötunni Todmobile – Todmobile]