Gúggúlú

Gúggúlú
(Lag / texti: Todmobile / Andrea Gylfadóttir)

Veistu að við sáum hænu með unga þrjá
Sem að vaggaði til eins og skúta með þanin segl
og hún góndi á okkur og sagði svo:
Gúggúlú – ekki þú, gúggúlú – ekki þú, heldur þú.
Gúggúlú – það varst þú.
Gúggúlú – já þú.
Gúggúlú, gúggúlú, gúggú-lúggú-gú-lúggúlú…
Það varst þú – já þú.

Veistu að við sáum alvöru huldumann
sem að stóð uppi á steini svo stórum og fágætum
og hann benti á okkur og sagði svo:
Ugla sat á kvisti, átti börn og missti‘ eitt, tvö, þrjú
og það varst þú.
Þú – það varst þú.
Það varst þú. Það varst þú.
Gúggúlú, gúggúlú, gúggú-lúggú-gú-lúggúlú…
Gúggúlú – já þú.
Gúggúlú – já þú.

Veistu að við sáum ógurlegt sæskrímsli
sem að reis upp úr sænum með látum og gekk á land
og það horfði á okkur og sagði svo:
Ússi bússi bakka dæ, æi væi vekk með dig.
Það varst þú – það varst þú
og það varst þú – það varst þú.
Gúggúlú, gúggúlú, gúggú-lúggú-gú-lúggúlú…
Gúggúlú – Gúggú-þú
Hvar er Gúggúlú?
Gúggúlú – Gúggú-þú.
Hvað er Gúggú-lú?
Gúggúlú – Gúggú-þú.
Þetta er Gúggúlú.
Túrúlú.

[af plötunni Todmobile – Todmobile]