Ótukt (1996-2000)

Gleðisveitin Ótukt var starfrækt um nokkurra ára skeið fyrir aldamótin síðustu. Sveitin var kvennasveit og gerði út á að spila ábreiðulög sem aðrar sveitir höfðu ekki endilega á prógrammi sínu. Sveitin var upphaflega sett saman fyrir eina stutta uppákomu um haustið 1996 en hlaut svo góðar undirtektir að ekki var aftur snúið og hún starfaði…

Harmslag (1996 – 2000)

Dúettinn Harmslag starfaði á árunum 1996 til 2000 en hann var skipaður tvíeykinu Böðvari Magnússyni harmonikkuleikara og Kristínu Þorsteinsdóttur (Stínu bongó) congas trommuleikara. Þau tvö léku víða á skemmtunum og fyrir matargesti fyrir aldamót þar sem þau færðu þekk lög, íslensk sem erlend, í suður-amerískan búning.