Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

Tríó Tóta (1982)

Tríó Tóta starfaði árið 1982 á Héraði en var skammlíf sveit. Meðlimir Tríós Tóta voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri, Andrés Einarsson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari.

Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki…

Austurland að Glettingi (1990-96)

Hljómsveitin Austurland að Glettingi var starfandi um nokkurra ára skeið upp úr 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Hallgrímsson söngvari og bassaleikari, Björgvin Harri Bjarnason gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari og söngvari. Harmonikkuleikararnir Hreinn Halldórsson og Helgi Eyjólfsson komu eitthvað við sögu sveitarinnar en ekki er ljóst hvort þeir voru fastir meðlimir hennar. Austurland að Glettingi…

Fimm á floti (1980-81)

Fimm á floti var starfrækt á Héraði veturinn 1980-81. Meðlimir þessarar sveitar voru Birgir Björnsson saxófónleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Valgeir Skúlason trommuleikari, Þorvarður B. Einarsson gítarleikari og Helgi Arngrímsson bassaleikari.