Austurland að Glettingi (1990-96)

Austurland að glettingi

Austurland að glettingi

Hljómsveitin Austurland að Glettingi var starfandi um nokkurra ára skeið upp úr 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Hallgrímsson söngvari og bassaleikari, Björgvin Harri Bjarnason gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari og söngvari. Harmonikkuleikararnir Hreinn Halldórsson og Helgi Eyjólfsson komu eitthvað við sögu sveitarinnar en ekki er ljóst hvort þeir voru fastir meðlimir hennar.

Austurland að Glettingi átti lög á safnplötunum Landvættarokk sem kom út 1993, Sándkurl (1994) og Í laufskjóli greina (1997).

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina en hún starfaði til 1996.