Axlabandið [3] (1979)

engin mynd tiltækAxlabandið frá Akranesi var í raun hljómsveitin Tíbrá sem mörgum er kunn, en hún tók upp á því árið 1979 að breyta nafni sínu í Axlabandið eftir að hafa gegnt hinu nafninu um árabil. Sveitin hét þessu nafni einungis í fáeina mánuði, fram að áramótum 1979/80 en þá breytti hún því aftur í Tíbrá, og gaf reyndar út plötur sínar eftir það.

Meðlimir Axlabandsins þetta ár voru Karl Ö. Karlsson söngvari, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Ólafur G. Ólafsson gítarleikari, Jakob R. Garðarsson bassaleikari, Flosi Einarsson hljómborðsleikari og Eiríkur Guðmundsson trommuleikari.