Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki væri það alveg samfleytt.

Þótt um væri að ræða tríó komu fleiri við sögu sveitarinnar, til að mynda léku Eyþór Hannesson hljómborðs- og harmonikkuleikari, Hreinn Halldórsson harmonikkuleikari, Helgi Eyjólfsson harmonikkuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari eitthvað með sveitinni, þó ekki samtímis.