Tríó túkall (1979-81)

Tríó túkall starfaði í um tvö ár í kringum 1980 og var annar undanfara Hálfs í hvoru.

Þau Bergþóra Árnadóttir söngvari og gítarleikari, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson söngvari og gítarleikari og Gísli Helgason söngvari og flautuleikari höfðu kynnst í félagsskapnum Vísnavinum árið 1979 og úr varð samstarf sem þau kölluðu Tríó túkall.

Þríeykið starfaði saman í um tvö ár undir því nafni sem fyrr segir en þá sameinaðist það öðru tríói, Texas tríóinu, og úr varð hljómsveitin Hálft í hvoru sem starfaði heillengi og gaf út nokkrar plötur.