Stemming [2] (1991-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stemming starfaði á Austurlandi, líklega á Egilsstöðum eða Héraði um tveggja eða þriggja ára skeið – á árunum 1991 til 93. Sveitin gæti hafa leikið djass en hún kom m.a. fram á Djasshátíð Egilsstaða sumarið 1991.

Meðlimir Stemmingu voru þeir Ingólfur Guðnason gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Valgeir Skúlason trommuleikari og Elvar Sigurðsson söngvari sem mun hafa verið einn af upphaflegu meðlimum hennar en hætti fljótlega, ekki liggur fyrir hver tók sæti hans. Einnig var Árni Óðinsson gítarleikari um skeið í Stemmingu en óljóst er hvort hann kom í stað Ingólfs eða hvort þeir voru samtíða í sveitinni, óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.