Spilafíklarnir (2001-05)

Spilafíklarnir

Tríóið Spilafíklarnir (Spilafíklar) lék mikið á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í upphafi aldar en sveitin starfaði á árunum 2001 til 2005, sveitin lék mikið á stöðum eins og Dubliner, Celtic Cross og Fógetanum og er hér giskað á að írsk kráartónlist hafi verið uppistaðan í lagavali hennar.

Meðlimir Spilafíklanna eru sagðir vera þeir Binni [?] bassaleikari, Guðni [?] gítarleikari og söngvari og Siggi H [?] trommuleikari en frekari upplýsingar er ekki að finna um sveitina og er því óskað eftir þeim, fullum nöfnum meðlima hennar og upplýsingar um fleiri meðlimi hafi þeir verið til staðar.