Stjúpmæður [2] (2016-17)

Stjúpmæður

Hljómsveitin Stjúpmæður starfaði á Seltjarnarnesi að minnsta kosti um tveggja ára skeið og var skipuð stúlkum sem voru þá við nám við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Meðlimir Stjúpmæðra voru þær Júlía Gunnarsdóttir söngkona, Stefanía Helga Sigurðardóttir gítarleikari, Þóra Birgit Bernódusdóttir bassaleikari og Melkorka Gunborg Briansdóttir hljómborðsleikari, eins gæti Harpa Óskardóttir og jafnvel fleiri hafa verið viðloðandi sveitina en upplýsingar þess efnis óskast sendar Glatkistunni.

Stjúpmæður komu fram opinberlega í nokkur skipti á vegum Seltjarnarnesbæjar og hlutu líklega nafnbótina Listahópur Seltjarnarness árið 2016, þá lék sveitin einnig m.a. á Secret Solstice.