Stjúpmæður [1] (1981)

Innan Kórs Langholtskirkju komu kvensöngvarar kórsins haustið 1981 fram á einum tónleikum að minnsta kosti undir nafninu Stjúpmæður en um það leyti voru karlaraddir kórsins að syngja töluvert opinberlega undir nafninu Stjúpbræður. Stjúpsystur sungu á þessum tónleikum syrpu af lögum eftir Sigfús Halldórsson en ekki liggur fyrir hvort þær tróðu oftar upp undir þessu nafni…

Stjúpmæður [2] (2016-17)

Hljómsveitin Stjúpmæður starfaði á Seltjarnarnesi að minnsta kosti um tveggja ára skeið og var skipuð stúlkum sem voru þá við nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Meðlimir Stjúpmæðra voru þær Júlía Gunnarsdóttir söngkona, Stefanía Helga Sigurðardóttir gítarleikari, Þóra Birgit Bernódusdóttir bassaleikari og Melkorka Gunborg Briansdóttir hljómborðsleikari, eins gæti Harpa Óskardóttir og jafnvel fleiri hafa verið viðloðandi…