Slagbítar (1996-97)

Slagbítar

Þrír trommuleikarar komnir af léttasta skeiðinu mynduðu slagverkstríóið Slagbíta sem kom fram að minnsta kosti tvívegis, 1996 og 97. Þetta voru trommugoðsagnirnar Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz), Þorsteinn Eiríksson (Steini Krupa) og Skapti Ólafsson, sem komu annars vegar fram á slagverkstónleikum í tengslum við RÚREK-hátíðina 1996 og svo hins vegar á Jazzhátíð Egilsstaða 1997 – á síðarnefndu hátíðinni fluttu þeir félagar svítu sem þeir kölluðu Slag-bít.

Samanlagður aldur Slagbíta árið 1997 var 205 ár þannig að meðalaldur þeirra félaga var tæplega 69 ár.