Skytturnar [1] (1989-)

Skytturnar

Hljómsveitin Skytturnar var stofnuð vorið 1989 upp úr annarri sveit, Hinu liðinu en markmiðið var eingöngu að leika á dansleikjum og skemmta fólki.

Skytturnar skipuðu þeir Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari og Þórður Bogason söngvari, einnig kom söngvarinn Eiríkur Hauksson lítillega við sögu sveitarinnar og einnig gæti Sigurður Kristinsson gítarleikari hafa verið viðloðandi hana.

Þetta sumar (1989) spiluðu Skytturnar töluvert en þegar haustaði virtist sem sveitin hafi lognast útaf. Svo varð þó ekki og líkur eru á að hún hafi starfað nánast til dagsins í dag, komið fram í fáein skipti ár hvert – lengi vel eingöngu á Fógetanum í Aðalstræti en síðan víðar um land.

Í seinni tíð hafa Oddur trommari, Jósep hljómborðsleikari, Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari skipað sveitina en einnig hefur Ragnar Örn Emilsson gítarleikari leikið með henni. Frekari upplýsingar óskast um hljómsveitina og þá einkum hversu lengi hún starfaði eða hvort hún starfar jafnvel ennþá.