Skvetturnar (um 2000)

Innan Borgarkórsins (sem starfaði á árunum 1996-2008) var myndaður lítill sönghópur kvenna undir nafninu Skvetturnar, sem kom stundum fram á tónleikum kórsins en söng reyndar einnig sjálfstætt – þessi sönghópur var líklega stofnaður í kringum aldamótin.

Lítið er vitað um Skvetturnar, Guðrún Leósdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir Auður Eyvinds og Halla Leifsdóttir voru meðal þeirra og gæti allt eins verið að þær hafi ekki verið fleiri.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um tilurð Skvettanna.