Skvaldur (1995-96)

Skvaldur

Njarðvíska rokksveitin Skvaldur var hluti af þeirri rokksenu sem var í gangi á síðustu árum liðinnar aldar, líklega 1995 og 96.

Meðlimir Skvaldurs voru Björgvin Einar Guðmundsson gítarleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari, Ólafur Ingólfsson trommuleikari, Kristján Guðmundsson bassaleikari og Magni Freyr Guðmundsson söngvari þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1996, þeir félagar komust ekki áfram í úrslit keppninnar.

Um sumarið 1996 auglýsti Skvaldur eftir bassaleikara en eftir það heyrðist ekkert til sveitarinnar. Hún kom þó saman aftur vorið 2017 og lék þá á einum tónleikum í Keflavík.