Eingangran gefur út smáskífu

Einangran

Færeyski dúettinn Einangran sendi í gær frá sér fyrstu smáskífuna af plötu sem er væntanleg með sveitinni í haust en smáskífan ber heitið Koyri heim. Tónlistina segja þau vera draumkennt diskó í anda níunda áratugarins með syntha-ívafi en lagið var hljóðritað í hljóðveri þeirra Janusar Rasmussen (Kiasmos, Bloodgroup) og Sakaris Joensen (Sakaris, Boncyan) í Reykjavík.

Einangran (eða einangrun á íslensku) er skipað þeim Heiðriki á Heygum (sem á nám að baki við Listaháskóla Íslands) og Leu Kampmann en nafn dúettsins er mjög táknrænt fyrir það hvernig tvíeykið varð til því Covid einangrun í Kaupmannahöfn varð til þess að þau hittust og ákváðu að vinna saman að tónlist árið 2020. Það ár sendu þau frá sér smáskífu nefnda eftir sveitinni, sem innihélt lagið Kanska sem vann til verðlauna á Færeysku tónlistarverðlaununum árið 2020 sem besta lagið, í kjölfarið voru þau fengin til að flytja tónlist sína fyrir Danadrottningu þegar hún heimsótti Færeyjar.

Nýja lagið Koyri heim (Keyri heim) fjallar um einhvern sem velur að fara til manneskju sem viðkomandi sér eftir að hafa hætt með, myndbandið sem komið er á Youtube og má sjá hér fangar augnablikið þegar sögumaðurinn keyrir heim til baka, lagið er einnig komið á tónlistarveitur eins og Spotify, iTunes og Soundcloud en slóð á Facebook síðu Einangran má finna hér.

Í gegnum þessa útgáfu lagsins Koyri heim og tónlistarmyndbandsins vonast Einangran að til að styrkja tenglin á milli Íslands og Færeyja og í bígerð er að skipuleggja tónleikaferðalag um Ísland í kjölfar útgáfunnar síðar á þessu ári.