Skrölt (1983)

Pönksveitin Skrölt mun hafa verið starfrækt á Ísafirði á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin átti efni á safnkassettunni Ísfizkar nýbylgjugrúbbur (dauðar og lifandi) sem Sigurjón Kjartansson, þá ungur tónlistarmaður á Ísafirði sendi frá sér undir útgáfumerkinu Ísafjörður über alles, árið 1983.

Sigurjón mun sjálfur hafa verið einn liðsmaður sveitarinnar, e.t.v. leikið þar á trommur eða gítar en ekki finnast upplýsingar um aðra meðlimi hennar. Þá er allt eins líklegt að Skrölt hafi verið starfandi aðeins fyrr en útgáfuár kassettunnar gefur til kynna.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.