1/2 7 (Hálf sjö) (1981-83)

engin mynd tiltækNýbylgjurokksveitin ½ 7 (Hálf sjö) frá Akureyri var líklega stofnuð sumarið 1981. Ári síðar (1982) var hún skráð til leiks á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en hvergi er að finna heimildir um að hún hafi keppt þar, að minnsta kosti komst hún þar ekki í úrslit.

Síðar þann sama vetur (1982-83) vann sveitin tónlist við rokksöngleikinn Lísu í Undralandi sem settur var á svið í Dynheimum á Akreyri undir leikstjórn Viðars Eggertssonar, en meðlimir hennar sömdu tónlistina sjálfir og var hún gefin út á snældu undir titlinum Lísa í Undralandi.

Þá var Hálf sjö skipuð þeim Þráni Brjánssyni trommuleikara, Jóhanni Ingvarssyni hljómborðsleikara, Jóni Hauki Brynjólfssyni bassaleikara, Guðmundi Ómari Péturssyni gítarleikara og Kolbeini Gíslasyni söngvara

Heimildir segja að þessi Hálf sjö hafi á einhverjum tímabili innihaldið Sigfús Óttarsson trommuleikara og að Skriðjöklar hafi verið stofnaðir upp úr sveitinni, að öðru leyti er hvergi að finna hversu lengi hún starfaði.