Haugur (1983)

Haugur

Haugur var skammlíf hljómsveit, spilaði nýbylgjurokk og starfaði á fyrri hluta ársins 1983. Sveitin var í sumum fjölmiðlum nefnd Haugar en rétta nafnið var Haugur.

Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1983 þegar Einar Kr. Pálsson, fyrrum bassaleikari Jonee Jonee og hljómborðsleikari Spilafífla, fékk til liðs við sig þá Bergstein Björgúlfsson trommuleikara og Heimi Barðason bassaleikara, sem einnig komu út Jonee Jonee, einnig slóst Helgi Pétursson hljómborðsleikari í hópinn. Sjálfur lék Einar á gítar og söng í sveitinni.

Haugur lifði fram á vorið 1983 en lagði þá upp laupana.