Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden (1991)

Hljómsveitin Valdimar Örn Flygenring og Hendes verden starfaði í um eitt ár árið 1991 og sendi frá sér eina plötu. Hendes verden var hugarfóstur Valdimars Arnar Flygenring leikara og hálfgert sólóverkefni en hún var stofnuð í upphafi ársins 1991 og var þá tríó, Halldór Lárusson trommuleikari og Björn Vilhjálmsson bassaleikari skipuðu þá sveitina með Valdimari…

Óþekkt ánægja (1984)

Óþekkt ánægja var í rauninni hljómsveitin Egó í andaslitrunum sumarið 1984. Bubbi Morthens var þá hættur í sveitinni en aðrir meðlimir þessarar útgáfu voru Rúnar Erlingsson bassaleikari, Gunnar Rafnsson hljómborðsleikari og Bergþór Morthens gítarleikari en Sævar Sverrison söngvari og Bergsteinn Björgúlfsson trymbill bættust í hana þarna á endasprettinum. Þór Freysson gítarleikari mun einnig eitthvað hafa…

Ný augu (1986)

Hljómsveitin Ný augu var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1986. Það var Bjarni Tryggvason sem var forsprakki Nýrra augna en sveitin var að hluta til stofnuð til að fylgja nýútkominni plötu hans, Nýtt líf: bauðst eitthvað betra?, eftir. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gunnarsson bassaleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari.…

Panic [2] (1977-78)

Hljómsveitin Panic starfaði í nokkra mánuði veturinn 1977-78. Meðlimir Panic voru þeir Steingrímur Dúi Másson söngvari, Svanþór Ævarsson bassaleikari, Tryggvi [?] trommuleikari, Bergsteinn Björgúlfsson gítarleikari og Hannes Örn Jónsson gítarleikari. Þegar Tryggvi trommuleikari hætti í sveitinni færði Bergsteinn sig yfir á trommurnar.

Jonee Jonee (1981-91)

Jonee Jonee var með nýstárlegustu hljómsveitum pönktímabilsins, sendi frá sér breiðskífu og varð svo fræg að spila fyrir tugi þúsunda áhorfendur á tónleikum á Ítalíu. Sveitin var stofnuð haustið 1981 í Garðabæ og ekki liðu margar vikur þar til hún fór að leika á opinberum vettvangi. Meðlimir hennar í byrjun voru Þorvar Hafsteinsson söngvari og…

Drengjakórinn (1990)

Drengjakórinn var að öllum líkindum skammlíf hljómsveit starfandi 1990. Um meðlimi hennar er ekki vitað annað en að Bergsteinn Björgúlfsson var trommuleikari hennar.

Rask [2] (1993-94)

Hljómsveitin Rask vakti nokkra athygli um miðbik tíunda áratugarins fyrir vasklega framgöngu á böllum og lög sem komu út á safnplötum, sveitin boðaði breiðskífu sem aldrei kom þó út. Rask var líklega stofnuð 1993 og skartaði söngkonunni Sigríði Guðnadóttur sem þá hafði nýlega vakið mikla athygli fyrir lagið Freedom sem hún flutti ásamt Jet Black…

Fánar (1994-95)

Hljómsveitin Fánar var starfandi 1994 og átti meðal annars lagið Greidd skuld glatað fé, á safnplötunni Já takk, sem Japis gaf út. Meðlimir sveitarinnar í því lagi voru Magnús Einarsson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari var einhvern tímann í Fánum sem og Birgir Baldursson trommuleikari, það var…

Góðkunningjar lögreglunnar (1991)

Vorið 1991 kom fram á sjónarsviðið rokkhljómsveitin Góðkunningjar lögreglunnar en hún hafði á að skipa þekktum tónlistarmönnum, þar má fremstan nefna Ásgeir Jónsson söngvara (Baraflokkurinn) en aðrir voru Þór Freysson gítarleikari (Baraflokkurinn), Jósef Auðunn Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar), Kristján Edelstein gítarleikari og Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari (Jonee Jonee o.fl). Tómas Tómasson mun einnig eitthvað hafa komið við sögu…

Grenj (1981)

Grenj var ein þeirra hljómsveita sem kom fram á ýmsum tónleikum á vegum N.E.F.S. og víðar, haustið 1981. Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari var í þessari sveit en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana að öðru leyti.

Haugur (1983)

Haugur var skammlíf hljómsveit, spilaði nýbylgjurokk og starfaði á fyrri hluta ársins 1983. Sveitin var í sumum fjölmiðlum nefnd Haugar en rétta nafnið var Haugur. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1983 þegar Einar Kr. Pálsson, fyrrum bassaleikari Jonee Jonee og hljómborðsleikari Spilafífla, fékk til liðs við sig þá Bergstein Björgúlfsson trommuleikara og Heimi Barðason bassaleikara,…

La bella lúna end ðe lúní tjúns (1987-)

La Bella lúna end ðe lúní tjúns er hljómsveit sem hefur starfað á Stöð 2 um árabil, hún var stofnuð á upphafsárum sjónvarpsstöðvarinnar og er í raun enn starfandi þó lítið hafi farið fyrir henni síðan 2005. Sveitin var stofnuð 1987 og lék á öllum helstu skemmtunum innan Stöðvar 2 næstu árin, skipan hennar var…