Ný augu (1986)

engin mynd tiltækHljómsveitin Ný augu var skammlíf sveit sem starfaði haustið 1986.

Það var Bjarni Tryggvason sem var forsprakki Nýrra augna en sveitin var að hluta til stofnuð til að fylgja nýútkominni plötu hans, Nýtt líf: bauðst eitthvað betra?, eftir. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Steinar Gunnarsson bassaleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari.

Ný augu lifði líklega aðeins fram að áramótum 1986-87.