Icecross records [útgáfufyrirtæki] (1972-)

Axel Einarsson hefur starfrækt útgáfufyrirtækið Icecross records síðan 1972 er breiðskífa samnefndrar hljómsveitar kom út. Jón Einarsson stóð að útgáfunni með Axeli. Fyrirtækið gaf út fáeinar plötur á áttunda áratugnum, Icecross platan kom fyrst út sem fyrr segir en síðan komu út plata með Axeli sjálfum, auk tveggja platna Deildarbungubræðra. Plata Icecross var endurútgefin 2013…

Icecross [2] (1974-75)

Axel Einarsson hafði starfrækt við þriðja mann hljómsveitina Icecross 1972-73. Ári síðar hafði hin hálf íslenska söngkona Shady Owens (Hljómar, Trúbrot o.fl.) samband við hann til að bjóða honum gítarleikarastarf en hún söng þá með hljómsveitinni Pegasus í Georgiu í Bandaríkjunum, og gítarleikari sveitarinnar hafði hætt. Axel fór því vestur um haf og byrjaði í…

Icecross [1] – Efni á plötum

Icecross [1] – Icecross 1. LP Útgefandi: Icecross records Útgáfunúmer: IC 534 753 Ár: 1973 / 2013 [sjá einnig NL002, 1996 / DDR 519, 2001 og 2002 / ROCK051-V-2, 2013 / ROCK052-V-1, 2013 / TT 026, [ártal ókunnugt] /DDR 519, [ártal ókunnugt]] 1. Solution 2. A sad man‘s story 3. Jesus freaks 4. Wandering around…

Icecross [1] (1972-73)

Tríóið Icecross hefur í gegnum tíðina smám saman fengið á sig goðsagnakenndan blæ fyrir það eitt að eina plata sveitarinnar hefur gengið kaupum og sölum milli plötusafnara dýru verði, sveitin náði þó aldrei neinum sérstökum vinsældum þann tíma sem hún starfaði. Það voru þeir Axel Einarsson söngvari og gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari sem stofnuðu…

I am round (1990)

Allar upplýsingar um hljómsveitina I am round, sem átti tvö lög á safnsnældunni Strump árið 1990, eru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

The Icelandic choral society (1926-31 / 1936)

Meðal Vestur-Íslendinga í Winnipeg í Kanada var starfandi blandaður kór um nokkurra ára skeið. Kórinn sem hlaut nafnið The Icelandic choral society var stofnaður um haustuð 1926 en hóf ekki æfingar fyrr en í janúar 1927, þá undir stjórn Halldórs Þórólfssonar. Þetta var sextíu manna blandaður kór sem söng mestmegnis íslensk lög en Björg Ísfeld…

Icelandic centennial children’s choir (1974-76)

Icelandic centennial children‘s choir var barnakór sem settur var á laggirnar í tilefni af hundrað ára afmæli Íslendingabyggðar í Vesturheimi. Kórinn var stofnaður haustið 1974 og var Elma Ingibjorg Gíslason stjórnandi hans en kórinn samanstóð af sjötíu og fimm börnum á aldrinum átta til sextán ára. Kórinn kom fram í nokkur skipti á árunum 1975…

The Icelandic all stars – Efni á plötum

The Icelandic all stars and Helena Eyjólfsdóttir – Bewitched / But not for me [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-1003 Ár: 1959 1. Bewitched 2. But not for me Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir söngur, Icelandic All star: – Finnur Eydal – bassa klarinett – Andrés Ingólfsson – tenórsaxófónn – Jón Sigurðsson – trompet – Guðjón Ingi Sigurðsson…

The Icelandic all stars (1958)

Hljómsveit sem kölluð var The Icelandic all stars var sett saman fyrir eina plötuupptöku árið 1958. Sveitin var því aldrei starfandi en skipuð úrvali hljóðfæraleikara undir stjórn Jóns Sigurðssonar bassaleikara. Meðlimir The Icelandic all stars voru Finnur Eydal klarinettuleikari, Andrés Ingólfsson tenórsaxófónleikari, Jón Sigurðsson trompetleikari, Guðjón Ingi Sigurðsson trommuleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Jón Sigurðsson…

Iceland seafunk corporation (1982-84)

Fusion sveitin Iceland seafunk corporation (ISC) skemmti bræðingsþyrstum áheyrendum um tveggja ára skeið en náði þó ekki að gefa út efni á plötu. Sveitin var stofnuð haustið 1982 og gekk fyrstu vikurnar undir nafninu Friðbjörn og fiskiflugurnar. Meðlimir hennar í byrjun voru Styrmir Sigurðarson hljómborðsleikari, Lárus Árni Wöhler bassaleikari, Óskar Sturluson gítarleikari og Þorsteinn Gunnarsson…

Iceland [2] (1982)

Hljómsveitin Iceland var skammlíft verkefni hljómsveitarinnar Þeys og Jaz Coleman söngvara bresku nýbylgjusveitarinnar Killing joke. Forsagan er sú að Coleman hafði verið hér á landi í nokkur skipti og kynnst meðlimum Þeys, þegar hann hins vegar fékk taugaáfall í ársbyrjun á tónleikum með sveit sinni í Bretlandi rauk hann til Íslands og var hér í…

Iceband (1975-76)

Hljómsveitin Iceband var sett saman sérstaklega fyrir uppákomur tengdar lagasmíðum Alberts R. Aðalsteinssonar (Alberts Icefield) sem þá hugði að sólóplötuútgáfu. Sú plata kom reyndar aldrei út. Sveitin hélt nokkra tónleika veturinn 1975-76 en henni var aldrei ætlað að starfa til langframa. Meðlimir Iceband voru Tómas M. Tómasson bassaleikari, Birgir Hrafnsson gítarleikari og Sigurður Karlsson trommuleikari…

Icetone 4 2 (1995-96)

Gítardúettinn Icetone 4 2 fór víða um landið með tónleikadagskrá sína veturinn 1995-96. Það voru þeir Símon H. Ívarsson og Michael Hillenstedt gítarleikarar sem skipuðu dúettinn en sá síðarnefndi var Þjóðverji sem bjó hér á landi og starfaði um nokkurra ára skeið. Icetone 4 2 flutti blandaða dagskrá á tónleikum sínum sem hafði að geyma…

Afmælisbörn 29. október 2016

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum…