The Icelandic choral society (1926-31 / 1936)

engin mynd tiltækMeðal Vestur-Íslendinga í Winnipeg í Kanada var starfandi blandaður kór um nokkurra ára skeið.

Kórinn sem hlaut nafnið The Icelandic choral society var stofnaður um haustuð 1926 en hóf ekki æfingar fyrr en í janúar 1927, þá undir stjórn Halldórs Þórólfssonar.

Þetta var sextíu manna blandaður kór sem söng mestmegnis íslensk lög en Björg Ísfeld annaðist undirleik, kórinn naut mikilla vinsælda í Íslendingasamfélaginu og söng iðulega fyrir fullu húsi. Þótt kórinn væri blandaður var honum stundum skipt upp í tvo kóra á tónleikum, karla- og kvennakór en flest laganna voru þó sungin af kórnum í heild.

Hvort sem það var vegna vægast sagt neikvæðrar tónleikagagnrýni sem birtist í vikublaðinu Heimskringlu (sem gefið var út meðal Íslendinga í Manitoba) eða einhverju öðru, þá hætti Halldór Þórólfsson kórstjórnandi 1930.

Svo virðist sem Björgvin Guðmundsson tónskáld, sem þá var enn á þessum slóðum hafi tekið við kórnum en hann var einungis við stjórnvölinn í um eitt og hálft ár, þá fluttist hann heim til Íslands og The Icelandic choral society hætti í kjölfarið. Í kjölfar þess að kórinn hætti var stofnaður upp í kvenröddunum skammlífur kvennakór undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar.

The Icelandic choral society var endurvakinn 1936 til að syngja á tónleikum verk eftir Jón Friðfinnsson tónskáld. Paul Bardal var þá stjórnandi kórsins en kórinn mun hafa verið lagður niður aftur að því verkefni loknu.