Icelandic centennial children’s choir (1974-76)

icelandic-centennial-childrens-choir1

Icelandic centennial children’s choir

Icelandic centennial children‘s choir var barnakór sem settur var á laggirnar í tilefni af hundrað ára afmæli Íslendingabyggðar í Vesturheimi.

Kórinn var stofnaður haustið 1974 og var Elma Ingibjorg Gíslason stjórnandi hans en kórinn samanstóð af sjötíu og fimm börnum á aldrinum átta til sextán ára.

Kórinn kom fram í nokkur skipti á árunum 1975 og 76 á Íslendingahátíð í Manitoba og víðar, undirleikari hans var Kristín Björnsson.

Til stóð að Icelandic centennial childrens‘ choir kæmi til Íslands og héldi hér tónleika. Úr því varð aldrei og kórinn lagði líklega upp laupana 1976.