Elma Gíslason (1910-87)

Elma Gíslason

Elma Gíslason

Elma (Ingibjorg) Gíslason var söngkona, píanóleikari, kórstjórnandi og tónskáld og var áberandi í tónlistarlífi Vestur-Íslendinga í Winnipeg á árum áðum. Hún var fædd vestra en átti íslenska foreldra sem höfðu flutt vestur um haf í lok nítjándu aldarinnar.

Elma fæddist 1910, hóf um þrettán ára aldur að nema píanóleik hjá Steingrími Hall og síðar fleirum, síðar lauk hún tónlistarkennaraprófi og í kjölfarið fór hún að kenna og stýra kórum, m.a. Icelandic centennial children‘s choir sem var stór vestur-íslenskur barnakór sem stofnaður var fyrir 100 ára afmælishátíð í tilefni af landnámi Íslendinga vestra.

Elma lærði söng og varð einna þekktust fyrir þann hæfileika sinn en hún hélt fjölmarga tónleika vestra, ein og með öðrum. Hún var píanóleikari og það sem kallað var sólóisti Sambandskirkjunnar í Winnipeg í Manitoba, varð þar söngstjóri og lauk háskólagráðum í söng og söngmennt. Ennfremur samdi hún fjölmörg sönglög sjálf en ekki liggur fyrir hvort lög eftir hana hafi komið út á plötum.

Þjóðræknisfélag Íslendinga í Winnipeg gerði Elmu Gíslason að heiðursfélaga en hún lést 1987, sjötíu og sjö ára að aldri. Hún kom aldrei til Íslands.