Egla (1981)

Hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði skaut snögglega upp á stjörnuhimininn haustið 1981 þegar hún gaf út sína fyrstu og einu plötu en hún hvarf þaðan jafnharðan litlu síðar þegar plötugagnrýnin varð í neikvæðari kantinum. Sveitin var að líkindum stofnuð snemma árs 1981 og var skipuð þeim Ævari Agnarssyni söngvara og gítarleikara, Brynjari Þórðarsyni trommuleikara, Árna Óðinssyni…

E.K. Bjarnason band (1982)

Hljómsveitin E.K. Bjarnason band starfaði 1982 og tók þá þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst alla leið í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn Emil Karl Bjarnason bassaleikari, Guðmundur Pálsson söngvari og gítarleikari, Pétur Eggertsson söngvari og gítarleikari, Ingólfur Sigurðsson söngvari og Erling Kristmundsson trommuleikari (Basil fursti, Nátthrafnarnir o.fl.).

Ecco [1] (fyrir 1970)

Á sjöunda áratugnum var bítlahljómsveit starfandi á Siglufirði undir nafninu Ecco. Heimildir eru fyrir því að Gestur Guðnason (Eik, Tatarar o.fl.) hafi verið í þessari sveit á yngri árum en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa hana.

Ecco [2] (um 1980)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi í kringum 1980. Önnur heimild segir að hljómsveit undir þessu nafni hafi verið til á Hvammstanga, ekki liggur fyrir um hvort sömu sveit er að ræða. Sú sveit hafði að geyma Sigurð [?], Gassa [?] og Silla [?] en fleiri gætu hafa verið í henni. Allar upplýsingar…

Ecco [3] (1965)

Hljómsveitin Ecco (Ekkó) starfaði á Akranesi 1965, meðlimir þeirrar sveitar voru Óli [?] bítill rytmagítarleikari, Reynir [?] bítill sólógítarleikari, Sigurður Sig. [?] gerfibítill trommuleikari og Rúnar [?] bítill bassaleikari. Síðla þetta sama ár skipti Ecco um bassaleikara þegar Júlíus Sigurðsson tók við af Reyni, og notaði sveitin þá tækifærið til að breyta um nafn, kölluðust…

Echo [1] (1959-60)

Hljómsveit Echo (einnig nefnd Echo kvintett) frá Hvolsvelli lék á skemmtunum í Rangárvallasýslu um og fyrir 1960. Sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit, Blástökkum, og hafði hugsanlega að geyma píanóleikarann Rúdolf Stolzenwald og Aðalbjörn Kjartansson harmonikku- og saxófónleikara. Haraldur Sigurðsson (Halli) var upphaflega söngvari sveitarinnar en Jakob Ó. Jónsson tók við því hlutverki haustið…

Echo [2] (um 1960-65)

Akureysk hljómsveit var starfandi um nokkurra ára skeið á fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar. Hún gekk undir ýmsum nöfnum, fyrst hét hún E.E. en gekk eftir það um tíma undir nafninu Echo. Önnur nöfn tóku síðar við uns þeir félagar hættu störfum um 1965, þá höfðu tólf meðlimir leikið með sveitinni um lengri eða…

Echo [3] (1963-66)

Vestmannaeyjar sluppu ekki við gítar- og bítlatónlistina frekar en aðrir staðir og hljómsveitin Echo var þar starfandi um tveggja ára skeið, líklega frá 1963 eða 64 til 1965 eða 66. Meðlimir þessarar sveitar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en þeir voru Guðlaugur Sigurðsson gítarleikari, Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari, Guðjón Sigurbergsson bassaleikari og Sigurður W. Stefánsson…

Echo [4] (1962-68)

Hljómsveitin Echo (stundum nefnd Ekkó) var starfrækt í nokkur ár í Bítlabænum Keflavík og allt eins getur hún talist fyrsta bítlasveitin þar í bæ. Echo var að öllum líkindum stofnuð 1962 en bræðurnir Finnbogi (Júdas, Fresh o.fl.) og Magnús Kjartanssynir (Trúbrot, Óðmenn, Júdas o.m.fl.) voru meðal meðlima hennar en Magnús var bassaleikari í henni, síðar…

Echo [5] (1980)

Echo var starfandi í Reykjavík í kringum 1980, líklega var sveitin eins konar undanfari tölvupoppsveitarinnar Sonus futurae sem hafði að geyma þá Kristin Þórisson og Þorstein Jónsson, auk Jóns Gústafssonar sem síðar varð þekktur sjónvarpsmaður. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessar sveit en þær væru vel þegnar.

Echo [6] (2009)

Echo hét hljómsveit starfandi í Reykjavík 2009, hún var stofnuð upp úr System failure og hafði á að skipa þeim Pétri Þór Sævarssyni gítarleikara, Aroni Tryggva Jóhannessyni trommuleikara, Skúla Arnarsyni gítarleikara, Birki Má Þrastarsyni bassaleikara og Kára [?] söngvara. Sveitin varð líklega ekki langlíf.

Echoes (2006 -)

Hljómsveitin Echoes var norðlenskt Pink Floyd tribute band, stofnað 2006. Upphaflega var það dúett þeirra Borgars Þórarinssonar og Einars Guðmundssonar (Einars Höllu) með kassa- og rafgítara. Knútur Emil Jónasson bassaleikari bættist í hópinn og þannig léku þeir með undirleik af playbacki. Trausti Már Ingólfsson trommuleikari (Stuðkompaníið o.fl.) bættist enn í hópinn og sveitin fór nú…

Ecko (2000)

Hljómsveitin Ecko frá Ólafsfirði vakti nokkra athygli á Músíktilraununum árið 2000 en söngvari sveitarinnar, Gísli Hvanndal Jakobsson var kjörinn besti söngvari keppninnar í það skiptið. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Anton Logi Sveinsson bassi, Magnús Jón Magnússon gítarleikari, Haukur Pálsson trymbill og Tómas Konráð Kolwski hljómborðsleikari en auk þess lék áðurnefndur Gísli einnig á gítar.…

Eddukórinn [1] (1970-76)

Eddukórinn skipar stærri sess í jólahaldi Íslendinga en flestan grunar, en þar ber hæst flutningur þeirra á laginu Á jólunum er gleði og gaman, sem heyrist víða fyrir hverja jólahátíð. Eddukórinn var í raun stór sönghópur eða tvöfaldur kvartett fremur en kór í þrengstu merkingu þess orðs. Hann var stofnaður í byrjun árs 1970 að…

Eddukórinn [2] (1975)

Lítill kór meðal Vestur-Íslendinga í Kanada starfaði undir þessu nafni og söng m.a. á Íslendingahátíð sem haldin var vestra árið 1975 í tilefni af 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar og hundrað ára afmælis Íslendingabyggðar í Kanada. Kórinn söng eingöngu íslensk lög en litlar upplýsingar er að öðru leyti að finna um hann.

Edearment (1993)

Litlar sögur fara af dauðarokkssveitinni Edearment, aðrar en að hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1993 og komst þar ekki í úrslit. Ekkert liggur fyrir um meðlimi þessarar sveitar.

Edrú (1990)

Hljómsveitin Edrú var skipuð nokkrum meðlimum úr Lækjarskóla og var nokkuð öflug á tónleikasviðinu 1990, sveitin gæti þó hafa verið stofnuð nokkru fyrr. Sveitarinnar verður líklega fyrst og fremst minnst fyrir að vera fyrsta bandið sem Páll Rósinkranz var söngvari í en ekki er kunnugt um aðra meðlimi sveitarinnar. Edrú starfaði til áramóta 1990-91 en…

Eðvarð F. Vilhjálmsson (1961 -)

Eðvarð F. Vilhjálmsson (Eddi) var nokkuð viðloðandi tónlist á yngri árum (á níunda áratug liðinnar aldar), var í hljómsveitum á bernskustöðvunum í Keflavík og gaf út sólóplötu. Hann hefur lítið fengist við tónlist í seinni tíð. Eðvarð var trommuleikari sveita eins og Box (áður Kjarnorkublúsararnir) sem gaf út tvær plötur á sínum tíma, og Qtzji…

Efri deild alþingis (1991)

Efri deild Alþingis er hljómsveit frá Egilsstöðum, starfandi 1991. Það ár átti sveitin lag á safnplötunni Húsið, meðlimir voru þá Sólný Pálsdóttir söngkona, Bjarni H. Kristjánsson gítarleikari, Gunnlaugur Kristinsson gítarleikari, Ingvar Jónsson hljómborðsleikari, Sigurður Jóhannes Jónsson trommuleikari og Sveinn Ari Guðjónsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Efri deild Alþingis.

Eggert Stefánsson (1890-1962)

Eggert Stefánsson tenórsöngvari (1890-1962) var einna fyrstur Íslendinga til að nema söng erlendis og þá um leið að syngja inn á hljómplötur. Ferill hans spannaði ríflega þrjátíu og fimm ár og komu á þriðja tug 78 snúninga platna út með honum á árunum milli 1920 og 30. Eggert var yngri bróðir Sigvalda Kaldalóns tónskálds, fæddur…

Egon (1955-67)

Hljómsveitin Egon (stundum nefnd Egon kvintett og síðar Egon og Eyþór) lífgaði upp á tónlistarlífið í Stykkishólmi um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var stofnuð 1955, meðlimir hennar höfðu allir fengið tónlistargrunn sinn úr Lúðrasveit Stykkishólms, og lék hún á dansleikjum, aðallega á Vesturlandi, framundir lok áratugarins. Sú útgáfa sveitarinnar var…

Eiður Gunnarsson (1936-2013)

Eiður Ágúst Gunnarsson bassasöngvari var ekki líklegur til að verða atvinnusöngvari lengi vel en eftir hvatningu lét hann verða að því um þrítugt að fara utan í söngnám og eftir það var ekki aftur snúið. Eiður (f. 1936) starfaði um árabil við akstur, m.a. strætisvagna og sendibíla áður en hann lét verða af því að…

Eik (1972-79 / 2000)

Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis…

Eilab (1995)

Eilab var ekki eiginleg hljómsveit heldur aukasjálf Eiríks Rafns Magnússonar járnsmiðs, sem fékk liðsmenn hljómsveitarinnar Eikar (sem þá voru staddir í hljóðveri) til að leika tvö lög eftir sig sem síðan rötuðu inn á safnplötuna Sándkurl II árið 1995. Sjálfur söng hann undir í lögunum tveimur. Ekki liggur fyrir hvort meira hefur verið gefið út…

Eilífð (1969-70)

Hljómsveitin Eilífð var ekki langlíf, starfaði einungis í fáeina mánuði veturinn 1969-70. Í upphafi voru meðlimir hennar Anton Kröyer gítarleikari, Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hlynur Höskuldsson hljómborðsleikari, Steinar Viktorsson trommuleikari og Herbert Guðmundsson söngvari. Eftir áramótin 1969/70 höfðu Steingrímur B. Gunnarsson trommuleikari og Einar Vilberg gítarleikari leyst þá Steinar og Viktor af. Afrek Eilífðar urðu því…

Eilífðarbræður (1975)

Eilífðarbræður voru ekki til sem hljómsveit heldur var þarna um að ræða hliðarspor Rúnars Júlíussonar og Hljóma/Lónlí blú bojs. Eilífðarbræður áttu tvö lög á safnplötunni Eitthvað sætt sem kom út 1975, tvö lög sem Everly brothers (sem nafnið Eilífðarbræður er einmitt hljóðlíking/þýðing af) höfðu gert vinsælt en voru þarna með íslenskum textum Rúnars. Annað lagið,…

Einar Hjaltested (1893-1961)

Ferill Einars Hjaltested tenórsöngvara er sorglegt dæmi um hvernig áfengi getur grafið undan lífi manna en drykkja og óregla lagði söngferil hans í rúst. Einar Pétursson Hjaltested frá Sunnuhvoli í Reykjavík (f. 1893) fór ungur og aleinn vestur til Ameríku og síðar Danmerkur til að nema söng, litlar sögur fóru af námsferli hans vestra en…

Einar Hólm (1945-2023)

Einar Hólm Ólafsson söngvari og trommuleikari (f. 1945) kom víða við á tónlistarferli sínum. Hann hóf ferilinn sem trommuleikari, var t.d. í Pónik, Plató, Stuðlatríóinu, Örnum og Hljómsveit Gunnars Kvaran áður en hann gekk til liðs við Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar 1969 sem söngvari og trymbill en hann hafði einnig eitthvað sungið með fyrri sveitunum. Með…

Einar Kristjánsson [1] (1910-66)

Einar Kristjánsson óperusöngvari (f. 1910) er einn fremsti tenórsöngvari sem Íslendingar hafa átt, hann var jafnvígur á óperu- sem konsertsöng og starfaði sinn söngferil mestmegnis í Þýskalandi og Danmörku. Enginn vafi liggur á að vegur hans hefði orðið mun stærri hefði heimsstyrjöldin síðari ekki komið til. Einar var fæddur og uppalinn í Reykjavík og þótti…

Einar Kristjánsson [2] (1911-96)

Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli í Þistilfirði (f. 1911) var fyrst og fremst kunnur fyrir ritstörf sín, skrifaði aðallega smásögur en einnig skáldsögur, ljóð og leikrit en hann var ennfremur þekktur dagskrárgerðarmaður í Ríkisútvarpinu um árabil. Það var því fyrst og fremst textasmíði hvers kyns sem lék í höndum hans og hafa nokkrir þeirra komið út…

Einar Markússon (1922-90)

Einar Markússon píanóleikari starfaði lengstum í útlöndum og er af mörgum talinn sá Íslendingur sem hefur náð hvað mestri tækni í píanóleik, hann þótti þó mistækur og segja margir hann hafa getað orðið miklu betri í listgreininni. Einar fæddist í Reykjavík 1922 og var náskyldur þeim söngsystkinum Maríu, Einari og Sigurði Markan en hann var…

Einar Ólafsson (1963-)

Einar Sigmar Ólafsson frá Hafnarfirði (f. 1963) var ein fyrsta íslenska barnastjarnan og skaut upp á íslenskan stjörnuhimin þegar hann birtist á sjónvarpsskjánum veturinn 1972-73 og söng lagið Þú vilt ganga þinn veg, amerískt trúarlag við texta móður hans, Guðleifar Einarsdóttur, áður hafði hann verið í alls kyns söngstarfi svosem kórum og hafði einnig sungið…

Einelti (2000)

Einelti hét hljómsveit úr Reykjavík, hún keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Bjarni Tryggvason gítarleikari, Þorsteinn Einarsson bassaleikari, Rolf Hákon Árnason trommuleikari og Björn Ingi Vilhjálmsson söngvari skipuðu sveitina sem komst ekki í úrslit tilraunanna.

Einsöngvarakvartettinn (1969-78)

Einsöngvarakvartettinn var eins og margt annað, hugmynd Svavars Gests skemmtikrafts og hljómplötuútgefanda (SG-hljómplötur) en hann hafði frumkvæði að stofnun kvartettsins vorið 1969 fyrir gerð sjónvarpsþáttar sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu. Í upphafi var kvartettinn skipaður þeim Magnúsi Jónssyni, Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og Guðmundi Guðjónssyni sem allir voru kunnir einsöngvarar. Eftir sýningu þáttarins spurðist ekkert…

Eiríkur Bjarnason (1909-81)

Eiríkur Bjarnason frá Bóli í Biskupstungum (f. 1909) var kunnur harmonikkuleikari og lék á árum áður á böllum um allt land, einkum þó í Árnes- og Rangárvallasýslu. Það sem var þó sérstæðast við þennan harmonikkusnilling var að hann var blindur eftir erfið veikindi sem hann glímdi við á unglingsárum. Eiríkur eignaðist sína fyrstu harmonikku níu…

Ekki orð (1994)

Hljómsveit Ekki orð var starfandi 1994, það ár átti sveitin lag á safnplötunni Sándkurl. Meðlimir sveitarinnar þar voru Gunnar Örn Gunnarsson söngvari, Andri Guðmundsson bassaleikari, Rósenberg Hólmgrímsson hljómborðsleikari og Kristján Björn Heiðarsson trommuleikari. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um þessa hljómsveit.

Elexír (1999-2003)

Haraldur Anton Skúlason söngvari og slagverksleikari, Darri Örn Hilmarsson trommuleikari, Birgir Már Björnsson bassaleikari og Kristján Páll Leifsson gítarleikari skipuðu Elexír, rokksveit í þyngri kantinum sem átti rætur að rekja til Garðabæjar í kringum aldamótin, stofnuð 1999. Þannig skipuð keppti sveitin í Músíktilraunum árið 2000 og hafnaði þar í þriðja sæti á eftir Snafu og…

Elín Matthíasdóttir (1883-1918)

Elín Matthíasdóttir söngkona (f. 1883) var dóttir Matthíasar Jochumssonar skálds og systir Herdísar Matthíasdóttur sem einnig þótti góð söngkona. Elín fór til söngnáms í Kaupmannahöfn fyrir styrk danska konungsins og kom heim til Íslands líklega 1905. Hún söng oft opinberlega og þótti afar næm á túlkun þeirra ljóða sem hún söng en einnig var hún…

Elly Vilhjálms (1935-95)

Fáar íslenskar söngkonur teljast hafa komist á það stig að vera kallaðar söngdívur í gegnum tíðina en Elly Vilhjálms er sannarlega ein þeirra. Henni skaut upp á stjörnuhimininn við upphaf sjöunda áratugarins og bar höfuð og herðar yfir aðrar söngkonur næstu árin með túlkun sinni á dægurlögum sem mörg hver hafa með tímanum orðið klassísk,…

Elma Gíslason (1910-87)

Elma (Ingibjorg) Gíslason var söngkona, píanóleikari, kórstjórnandi og tónskáld og var áberandi í tónlistarlífi Vestur-Íslendinga í Winnipeg á árum áðum. Hún var fædd vestra en átti íslenska foreldra sem höfðu flutt vestur um haf í lok nítjándu aldarinnar. Elma fæddist 1910, hóf um þrettán ára aldur að nema píanóleik hjá Steingrími Hall og síðar fleirum,…

Elsa Sigfúss (1908-79)

Elsa Sigfúss er að öllum líkindum sá íslenski tónlistarmaður sem sungið hefur inn á flestar plötur en staðfest er að um hundrað og tuttugu plötur séu til útgefnar með söng hennar. Allt eins er líklegt að þær séu fleiri enda starfaði Elsa allan sinn söngferil í Danmörku, plötur hennar voru flestar gefnar út fyrir danskan…

Else Brems (1910-95)

Danska óperusöngkonan Else Brems kemur lítillega við sögu íslenskrar tónlistar. Hún hafði sungið á móti Stefáni Íslandi í Carmen í Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn, þau felldu hugi saman og voru þau um tíma gift. Þau eignuðust saman soninn Eyvind Íslandi sem einnig lagði stund á söng. Ástæðan fyrir skilnaðnum mun hafa verið sú að hún…

Else Mühl (um 1930-70)

Sópransöngkonan Else Mühl var ekki íslenskur tónlistarmaður en hún tók þátt í fyrstu alvöru óperuuppfærslunni hér á landi þegar Þjóðleikhúsið setti Rigoletto á fjalirnar vorið 1951 undir stjórn Victor Urbancic, hún var þá um tvítugt (engar upplýsingar finnast um fæðingarár hennar). Else var eini söngvarinn í uppfærslunni sem ekki var íslenskur en hún söng sig…

Elsku Unnur (1990-92)

Unglingahljómsveitin Elsku Unnur (með augljósa skírskotun í lag með Greifunum) starfaði í kringum 1990 í Breiðholtinu og Árbæ. Sveitin var líkast til stofnuð snemma árs 1990 af þeim Bjarka Friðrikssyni söngvara (d. 1993), Albert [?], Bjössa [?] og Arnari [?] en fljótlega bættust bræðurnir Birgir Örn (Maus o.fl.) og Viktor Steinarssynir. Ekki liggur fyrir hver…

Emil Thoroddsen (1898-1944)

Emil Thoroddsen var þekkt tónskáld og eftir hann liggur m.a. lagið Hver á sér fegra föðurland, sem er ein af ástsælustu þjóðernisperlum landsins. Hann var ennfremur píanóleikari, leikritahöfundur og listmálari svo dæmi séu tekin um listhæfi hans en því miður en því miður liggur minna eftir hann en ella þar sem  hann féll frá á…

Emmett (1997)

Hljómsveitin Emmett starfaði ekki lengi en hafði á að skipa nokkrum meðlimum sem síðar urðu þekktir í íslensku tónlistarlífi. Sveitin starfaði 1997 og náði að koma út tveimur lögum á safnplötunni Spírur þá um haustið. Þá var sveitin skipuð þeim Elísabetu Ólafsdóttur söngkonu (Betu rokk), Pétri Heiðari Þórðarsyni gítarleikara, Svavari Pétri Eysteinssyni hljómborð- og gítarleikara…

Endemi (1998)

Hljómsveitin Endemi úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1998 og skartaði þar tónlistarfólki sem átti síðar eftir að gera garðinn frægan. Meðlimir sveitarinnar voru þau Ólöf Helga Arnaldsdóttir (Ólöf Arnalds) söngkona og gítarleikari, Eiríkur Orri Ólafsson tölvumaður (síðar þekktur trompetleikari), Guðrún Dalía Salómonsdóttir hljómborðsleikari (síðar þekktur píanóleikari) og Andri Snær Guðmundsson bassaleikari. Sveitin komst alla leið…

Endurvinnslan (1996)

Hljómsveitin Endurvinnslan var tímabundið verkefni Eiríks Haukssonar og fyrrum félaga hans úr Drýsli sumarið 1996. Sveitin var stofnuð gagngert til að taka þátt í umhverfisátaki Ungmennafélags Íslands og Umhverfissjóðs verslunarinnar undir slagorðum eins og „Rokkum gegn rusli“ og „Flöggum hreinu landi“. Nafn sveitarinnar hafði því tvenns konar skírskotun, annars vegar tengda umhverfisátakinu, hins vegar tengda „gömlum…

Engel Lund (1900-96)

Nafn Engel Lund er vel þekkt meðal tónlistaráhugafólks sem komið er fram yfir miðjan aldur en þessi þjóðlagasöngkona og síðar söngkennari er mikils metin innan þjóðlagahefðarinnar og er alveg óhætt að tala um hana sem fyrstu heimsfrægu söngkonu Íslands, þótt fáir þeirra yngri þekkti til hennar og afreka hennar. Engel Lund (iðulega nefnd Gagga Lund)…

Enginn okkar hinna (1989)

Enginn okkar hinna var hljómsveit sem kom fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 1989, nokkrar líkur eru því á að sveitin hafi verið starfandi á Austurlandi en hvergi er að finna nein deili á henni og eru því allar upplýsingar þar að lútandi vel þegnar.