Ecko (2000)

Ecko1

Ecko frá Ólafsfirði

Hljómsveitin Ecko frá Ólafsfirði vakti nokkra athygli á Músíktilraununum árið 2000 en söngvari sveitarinnar, Gísli Hvanndal Jakobsson var kjörinn besti söngvari keppninnar í það skiptið. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Anton Logi Sveinsson bassi, Magnús Jón Magnússon gítarleikari, Haukur Pálsson trymbill og Tómas Konráð Kolwski hljómborðsleikari en auk þess lék áðurnefndur Gísli einnig á gítar.

Ecko komst ekki áfram í úrslit tilraunanna og varð líklega ekki langlíf en Gísli hefur vakið nokkra athygli síðan.