Echoes (2006 -)

engin mynd tiltækHljómsveitin Echoes var norðlenskt Pink Floyd tribute band, stofnað 2006. Upphaflega var það dúett þeirra Borgars Þórarinssonar og Einars Guðmundssonar (Einars Höllu) með kassa- og rafgítara. Knútur Emil Jónasson bassaleikari bættist í hópinn og þannig léku þeir með undirleik af playbacki. Trausti Már Ingólfsson trommuleikari (Stuðkompaníið o.fl.) bættist enn í hópinn og sveitin fór nú að koma fram við ýmis tækifæri með Pink Floyd efni sitt, stundum með barnakór úr Hafralækjarskóla og aukafólk s.s. Einar Braga Bragason saxófónleikara og bakraddasöngkvennanna Ínu Valgerði Pétursdóttur og Bylgju Steingrímsdóttur.

Sveitin var enn starfandi 2012, þótt ekki hefði hún þá komið fram í nokkurn tíma.