The Evil pizza delivery boys (1990-91)

engin mynd tiltækHljómsveitin The Evil pizza delivery boys frá Borgarnesi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1990. Meðlimir sveitarinnar voru þá Gísli Magnússon söngvari og gítarleikari, Óskar Viekko gítarleikari, Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari og Guðmundur S. Sveinsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.

Sveitin keppti aftur í Músíktilraunum árið eftir, þá með söngkonuna Guðveigu Önnu Eyglóardóttur en Óskar gítarleikari var þá hættur, Þórður Magnússon (Magnúsar Þórs Jónssonar) (Túrbó) hafði komið í hans stað í millitíðinni.

Sveitin komst ekki í úrslitin heldur í þetta skiptið og hætti líklega fljótlega í kjölfarið.