Túrbó (1985-94)

Hljómsveitin Túrbó frá Borgarnesi starfaði í nokkur ár með hléum og náði að koma út einni snældu á starfstíð sinni. Túrbó var iðulega kennd við Borgarnes enda var hún stofnuð þar í grunnskólanum haustið 1985. Í sveitinni voru upphaflega þeir Einar Þór Jóhannsson bassleikari, Ólafur Páll Pálsson gítarleikari og Sigurþór Kristjánsson trommuleikari. Fljótlega skiptu þeir…

Three amigos [2] (1996-2001)

Hljómsveitin Three amigos frá Borgarnesi (einnig nefnd Tres amigos) fór víða um land árið 1996 og lék þá á bæjarpöbbum og öðrum samkomuhúsum. Svo virðist sem sveitin hafi síðan legið í salti til ársins 2001 þegar hún birtist lítillega aftur. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Símon Ólafsson bassaleikari. Allir sungu…

Pez [3] (1997)

Hljómsveit að nafni Pez var starfandi 1997, að öllum líkindum í Borgarnesi en sveitin spilaði nokkuð á þeim slóðum. Meðlimir Pez voru Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Pétur Sverrisson söngvari og gítarleikari. Einhverjir Pez-liða höfðu verið í hljómsveitinni Túrbó sem starfaði lengi í Borganesi.

The Evil pizza delivery boys (1990-91)

Hljómsveitin The Evil pizza delivery boys frá Borgarnesi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1990. Meðlimir sveitarinnar voru þá Gísli Magnússon söngvari og gítarleikari, Óskar Viekko gítarleikari, Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari og Guðmundur S. Sveinsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit. Sveitin keppti aftur í Músíktilraunum árið eftir, þá með söngkonuna Guðveigu Önnu Eyglóardóttur en…

Undryð – Efni á plötum

Undryð – Kyssilegar varir Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 1. Betra líf 2. Kyssilegar varir 3. Betra líf (endurhljóðblandað) 4. Án þín Flytjendur Gunnlaugur Óskar Ágústsson – gítar og raddir Þorbergur Skagfjörð Ólafsson – trommur Símon Ólafsson – bassi Brynjar Már Valdimarsson (BMV) – ásláttur, söngur, raddir og gítar