Engir (1965 – 1966)

Norðlenska bítlahljómsveitin Engir var vinsæl unglingasveit á Akureyri 1965-66 og lék m.a. á héraðsmótum nyrðra. Sveitin sem var skipuð þeim Hauki Ingibergssyni (síðar í Upplyftingu) gítarleikara og söngvara, Agli Eðvarðssyni sembaletleikara og söngvara, Júlíusi Fossberg trymbli og Reyni Adolfssyni bassaleikara, hafði þá starfað um árabil undir ýmsum nöfnum og gekk undir nafninu Lubbar til haustsins…

Englabossar [1] (1981-82)

Hljómsveitin Englabossar úr Breiðholtinu starfaði 1982, keppti þá í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og hafnaði þar í öðru til þriðja sæti ásamt Fílharmóníusveitinni, á eftir DRON sem sigraði. Arngeir Heiðar Hauksson gítarleikari, Hörður Ýmir Einarsson trommuleikari og Hlynur Rúnarsson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var síðla árs 1981. Sveitin vakti nokkra athygli þegar hún kom fram…

Englaryk (1978-81)

Pönksveitin Englaryk var annar undanfari hljómsveitarinnar Vonbrigða, sem síðar varð hlutgervingur íslensks pönks enda átti titillag þeirrar sveitar ekki lítinn þátt í að kynna kvikmyndina Rokk í Reykjavík. Englaryk mun hafa verið nokkuð langlíf sveit á þess tíma mælikvarða, hún var líklega stofnuð 1978 af þeim Jóhanni Vilhjálmssyni gítarleikara, Jökli Friðfinnssyni bassaleikara, Grétari [?] og…

Enterprise (1970)

Í kringum 1970 var starfandi hljómsveit á Siglufirði sem bar heitið Enterprise. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit aðrar en að meðlimir hennar voru Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson, Björn Birgisson og Jóhann Skarp. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hini þrír síðast töldu léku en þeir félagar munu líklega allir hafa verið…

Er (1996)

Dúettinn Er var skipaður þeim Rúnu G. Stefánsdóttur söngkonu og Oddi Einarssyni hljómborðsleikara. Þau áttu lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem út kom 1996. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Er.

Eristic (1993)

Hljómsveitin Eristic starfaði snemma árs 1993 en engar upplýsingar er að finna um sveitina. Hún mun þó hafa spilað rokk í þyngri kantinum og var að öllum líkindum skammlíf.

Erkitíð [tónlistarviðburður] (1994-2000)

Raf- og tölvutónlistarhátíðin Erkitíð var haldin í fáein skipti undir lok síðustu aldar og hafði Kjartan Ólafsson hjá ErkiTónlist veg og vanda af hátíðinni, ásamt tónlistardeild Ríkisútvarpsins og öðrum aðilum. Erkitíð var fyrst haldin haustið 1994 í tilefni af hálfrar aldar afmælis lýðveldisins en um það leyti sem það var stofnað voru fyrstu tilraunir með…

ErkiTónlist [útgáfufyrirtæki] (1985 – )

Fyrirtækið Erkitónlist sf. hefur starfað frá árinu1985 og er í eigu Kjartans Ólafssonar tónskálds og tónlistarmanns. Erkitónlist hefur annast útgáfu á tónlist Kjartans og annarra tónlistarmanna en auk þess hefur fyrirtækið komið að raftónlistarhátíð eins og Erkitíð í samvinnu við Ríkisútvarpið, og staðið að öðru tónleikahaldi oftast tengt tónlist Kjartans. Kjartan og Pétur Jónasson gítarleikari…

Erla Stefánsdóttir [1] (1947-2012)

Söngkonan Erla Stefánsdóttir frá Akureyri er klárlega þekktust fyrir flutning sinn á laginu Lóan er komin, sem kom út á sjöunda áratugnum. Hún söng þó inn á fjölmargar plötur á ferli sínum og skemmti víða um land með ýmsum hljómsveitum. Erla fæddist 1947 í S-Þingeyjasýslu en fluttist síðan til Akureyrar þar sem söngferill hennar hófst,…

Erla Traustadóttir (1942-2001)

Erla Traustadóttir söngkona söng með ýmsum hljómsveitum, einkum á sjöunda áratug liðinnar aldar, á annars stuttum söngferli. Erla (Steinþóra Erla Hofland Traustadóttir) fæddist 1942 og vakti athygli fyrst fyrir söng sinn með Hljómsveit Karls Lilliendahl veturinn 1965-66. Vorið 1966 keppti hún í Fegurðarsamkeppni Íslands, hafnaði þar í þriðja sæti og tók þátt í kjölfarið í…

Erla Þorsteins (1933-)

Erla Þorsteins (Erla Þorsteinsdóttir) er ein ástsælasta söngkona 20. aldarinnar og var oft kölluð stúlkan með lævirkjaröddina, söngferill hennar spannaði hins vegar aðeins fimm ár en hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni og fjölskyldu. Þrátt fyrir það náði hún að gefa út fjölmargar smáskífur á þeim tíma og á þeim…

Erlendur Svavarsson (1942-)

Erlendur Svavarsson trommuleikari og söngvari sté sín fyrstu spor á sviðinu í kringum 1960 sem söngvari en trommuleikur varð þó hans aðal hlutskipti síðar. Erlendur (f. 1942) var aðeins um sextán ára gamall þegar hann hóf að syngja ásamt nokkrum öðrum ungum söngvurum haustið 1958 með Hljómsveit Aage Lorange og stuttu síðar með Hljómsveit Árna…

Erling Ágústsson (1930-99)

Eyjamaðurinn Erling Ágústsson söng aðeins fjögur lög á plötur á sínum söngferli en þrjú þeirra náðu miklum vinsældum, svo reyndar að þau eru löngu orðin sígild í íslenskri dægurlagasögu, það hlýtur að teljast nokkuð gott hlutfall. Erling (Adolf) Ágústsson fæddist 1930 og var Vestmannaeyingur að uppruna. Hann lærði rafvirkjun og starfaði lengstum sem slíkur en söngurinn…

Etanól (1999)

Hljómsveitin Etanól úr Hafnarfirði keppti í Músíktilraunum 1999 og lenti þar í þriðja sæti en meðlimir sveitarinnar þá voru Jón Berg Jóhannesson, Heiðar Ingi Kolbeinsson og Skapti Þóroddsson forritarar og Ágústa Eva Erlendsdóttir (Silvía Nótt) söngkona. Ágústa Eva var ennfremur kjörin besta söngkona tilraunanna það árið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit.

The Evil pizza delivery boys (1990-91)

Hljómsveitin The Evil pizza delivery boys frá Borgarnesi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1990. Meðlimir sveitarinnar voru þá Gísli Magnússon söngvari og gítarleikari, Óskar Viekko gítarleikari, Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari og Guðmundur S. Sveinsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit. Sveitin keppti aftur í Músíktilraunum árið eftir, þá með söngkonuna Guðveigu Önnu Eyglóardóttur en…

Exit [2] (1989-92 / 2018-)

Hljómsveitin Exit frá Akureyri var thrashmetal-sveit, stofnuð 1989 en komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en árið eftir þegar út kom snælda, samnefnd sveitinni. Vorið 1991 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og komst þar í úrslit. Sveitin var þá skipuð þeim Jóhanni Elvari Tryggvasyni söngvara, Baldvini Ringsted Vignissyni gítarleikara, Magnúsi Rúnari Magnússyni trommuleikara (Útópía) og…

E-X (1986-89)

Hljómsveitin E-X starfaði undir lok níunda áratugar liðinnar aldar og þótti efnileg en skildi þó líklega aldrei eftir sig almennilegan minnisvarða, tónlistarskríbentar þess tíma voru reyndar duglegir að kalla hana óheppnustu hljómsveit Íslandssögunnar. E-X var hafnfirsk, stofnuð um áramótin 1986-87 upp úr annarri sveit, Prófessor X sem hafði að mestu verið skipuð sömu meðlimum og…

Exodus [1] (1978-81)

Exodus var hljómsveit sem skipuð var nokkrum ungmennum á aldrinum 13-15 ára sem síðar urðu þjóðþekktir tónlistarmenn, sveitin skóp af sér tvær þekktar sveitir síðar. Sveitin var stofnuð síðla árs 1978 í Árbænum en haustið 1979 hafði hún tekið á sig endanlega mynd, þá var hún skipuð söngkonunni og þverflautuleikaranum Björk Guðmundsdóttur, Ásgeiri Sæmundssyni (Geira…

Expet (1988)

Hljómsveitin Expet starfaði í Reykjavík 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir voru þá Róbert Bjarnason og Guðjón Guðjónsson hljómborðsleikarar, og Óttar Pálsson og Ingvar Ólafsson söngvarar og ásláttarleikarar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina en þær væru vel þegnar.

Extra [1] (1998-99)

Hljómsveitin Extra var stofnuð í ársbyrjun 1998 á Hellissandi af þeim Þorkeli Cýrussyni gítarleikara og Lofti Vigni Bjarnasyni bassaleikara en þeir höfðu áður verið í hljómsveitinni Bros. Aðrir meðlimir voru Kristinn Sigþórsson [?], Ægir Þórðarson [?] og Fanney Vigfúsdóttir söngkona. Kristinn og Ægir höfðu áður verið saman í annarri sveit, Venus. Í upphafi hét sveitin…

Ég og Jónas (1995-96)

Dúettinn Ég og Jónas frá Akranesi átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 sem kom út 1995. Dúettinn var skipaður þeim Þórdísi Ingibjartsdóttur söngkonu og munnhörpuleikara og Jónasi Björgvinssyni gítar- og munnhörpuleikara. Ég og Jónas komu mest fram á heimaslóðum 1995 og 96 en birtust einnig á höfuðborgarsvæðinu og léku sína blús- og trúbadoratónlist.