Erkitíð [tónlistarviðburður] (1994-2000)

Raf- og tölvutónlistarhátíðin Erkitíð var haldin í fáein skipti undir lok síðustu aldar og hafði Kjartan Ólafsson hjá ErkiTónlist veg og vanda af hátíðinni, ásamt tónlistardeild Ríkisútvarpsins og öðrum aðilum.

Erkitíð var fyrst haldin haustið 1994 í tilefni af hálfrar aldar afmælis lýðveldisins en um það leyti sem það var stofnað voru fyrstu tilraunir með elektróníska tónlist eða raftónlist að hefjast hérlendis, því var fókusinn á Magnús Blöndal Jóhannsson einn frumkvöðla slíkrar tónlistar.

Hátíðin var næst haldin tveimur árum síðar, vorið 1996, og þá var áherslan lög á íslenska og erlenda samtímatónlist, og enn tveimur árum eftir það (1998) voru það Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson sem einblínt var á.
Þótt hátíðin yrði ekki haldin aftur eftir þetta kom Erkitíð að ART2000 hátíðinni sem haldin var aldamótaárið.