ErkiTónlist [útgáfufyrirtæki] (1985 – )

engin mynd tiltækFyrirtækið Erkitónlist sf. hefur starfað frá árinu1985 og er í eigu Kjartans Ólafssonar tónskálds og tónlistarmanns. Erkitónlist hefur annast útgáfu á tónlist Kjartans og annarra tónlistarmanna en auk þess hefur fyrirtækið komið að raftónlistarhátíð eins og Erkitíð í samvinnu við Ríkisútvarpið, og staðið að öðru tónleikahaldi oftast tengt tónlist Kjartans.

Kjartan og Pétur Jónasson gítarleikari gáfu ennfremur út plötuna Ég, ég, ég undir nafninu Erkitónlist en upplýsingar þ.a.l. er að finna undir Kjartan Ólafsson og Pétur Jónasson.