Englabossar [1] (1981-82)

engin mynd tiltækHljómsveitin Englabossar úr Breiðholtinu starfaði 1982, keppti þá í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og hafnaði þar í öðru til þriðja sæti ásamt Fílharmóníusveitinni, á eftir DRON sem sigraði. Arngeir Heiðar Hauksson gítarleikari, Hörður Ýmir Einarsson trommuleikari og Hlynur Rúnarsson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var síðla árs 1981. Sveitin vakti nokkra athygli þegar hún kom fram í Stundinni okkar en ekki voru allir á eitt sáttir um frammistöðu hennar þar.

Englabossar störfuðu eitthvað áfram en ekki er ljóst hversu lengi.