Ég og Jónas (1995-96)

Ég og Jónas

Ég og Jónas

Dúettinn Ég og Jónas frá Akranesi átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 sem kom út 1995. Dúettinn var skipaður þeim Þórdísi Ingibjartsdóttur söngkonu og munnhörpuleikara og Jónasi Björgvinssyni gítar- og munnhörpuleikara.

Ég og Jónas komu mest fram á heimaslóðum 1995 og 96 en birtust einnig á höfuðborgarsvæðinu og léku sína blús- og trúbadoratónlist.