Echo [2] (um 1960-65)

Echo[2]1

Echo frá Akureyri

Akureysk hljómsveit var starfandi um nokkurra ára skeið á fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar. Hún gekk undir ýmsum nöfnum, fyrst hét hún E.E. en gekk eftir það um tíma undir nafninu Echo. Önnur nöfn tóku síðar við uns þeir félagar hættu störfum um 1965, þá höfðu tólf meðlimir leikið með sveitinni um lengri eða skemmri tíma. Líklegt er að um hafi verið að ræða svokallaða Shadows-sveit.

Aðeins Haukur Ingibergsson (síðar Upplyftingu) mun hafa verið allan tímann í samstarfinu og er hann því einn nefndur hér, þar sem ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina þann tíma er hún gekk undir nafninu Echo.