Echo [3] (1963-66)

engin mynd tiltækVestmannaeyjar sluppu ekki við gítar- og bítlatónlistina frekar en aðrir staðir og hljómsveitin Echo var þar starfandi um tveggja ára skeið, líklega frá 1963 eða 64 til 1965 eða 66.

Meðlimir þessarar sveitar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en þeir voru Guðlaugur Sigurðsson gítarleikari, Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari, Guðjón Sigurbergsson bassaleikari og Sigurður W. Stefánsson trommuleikari.