Eðvarð F. Vilhjálmsson (1961 -)

Eðvarð F. Vilhjálmsson

Eddi

Eðvarð F. Vilhjálmsson (Eddi) var nokkuð viðloðandi tónlist á yngri árum (á níunda áratug liðinnar aldar), var í hljómsveitum á bernskustöðvunum í Keflavík og gaf út sólóplötu. Hann hefur lítið fengist við tónlist í seinni tíð.

Eðvarð var trommuleikari sveita eins og Box (áður Kjarnorkublúsararnir) sem gaf út tvær plötur á sínum tíma, og Qtzji qtzji qtzji en hann varð nokkuð þekktur þegar hann gaf út átta laga plötu sumarið 1984, sem hlaut titilinn Tvöfeldni.

Það sem vakti sérstaklega athygli var að hann skyldi sjálfur leika á öll hljóðfærin sjálfur en slíkt var fátítt hérlendis. Líklega voru það þó mistök því platan hlaut slaka dóma, sérstaklega í NT og litlu skárri í Morgunblaðinu, DV var þó heldur jákvæðara í gagnrýni sinni. Efnið samdi Eðvarð aukinheldur sjálfur.
Lítið heyrðist frá Eðvarði eftir þetta en hann hefur síðustu ár alið manninn í Grundarfirði.

Efni á plötum