Eðvarð F. Vilhjálmsson (1961 -)

Eðvarð F. Vilhjálmsson (Eddi) var nokkuð viðloðandi tónlist á yngri árum (á níunda áratug liðinnar aldar), var í hljómsveitum á bernskustöðvunum í Keflavík og gaf út sólóplötu. Hann hefur lítið fengist við tónlist í seinni tíð. Eðvarð var trommuleikari sveita eins og Box (áður Kjarnorkublúsararnir) sem gaf út tvær plötur á sínum tíma, og Qtzji…

Eðvarð F. Vilhjálmsson – Efni á plötum

Eðvarð F. Vilhjálmsson – Tvöfeldni Útgefandi: Stúdíó Bimbó Útgáfunúmer: SB 003 Ár: 1984 1. Talk with a rock 2. Traveller 3. Vetrarlag 4. Útópía 5. Rule of the book 6. Acting up 7. Einkennileg veröld 8. Siegfried Flytjendur Eðvarð F. Vilhjálmsson – söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð Sigríður Jóhannsdóttir – raddir Hólmfríður Hermannsdóttir – raddir

Qtzjí qtzjí qtzjí (1983-85)

Hljómsveit úr Keflavík, starfandi 1983-85, kallaði sig þessu einkennilega nafni. Einhverjir meðlimanna höfðu verið í Vébandinu sem hætti störfum litlu fyrr. Qtzjí qtzjí qtzjí (gæti reyndar hafa heitað Qtzjí qtzjí) var skráð til leik í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985 en mætti ekki til leiks. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi Eðvarð F. Vilhjálmsson trommuleikari, Einar Falur…

Vébandið (1981-83)

Nýbylgjusveitin Vébandið frá Keflavík, starfaði um tveggja ára skeið á árunum 1981-83 og var meðal þeirra sveita sem kepptu í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982, hún komst ekki í úrslit en vakti nokkra athygli og lék á fjölmörgum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu um þetta leyti. Vébandið var stofnað af Ragnari Júlíusi Hallmannssyni trommuleikara, Georg…