Qtzjí qtzjí qtzjí (1983-85)

Hljómsveit úr Keflavík, starfandi 1983-85, kallaði sig þessu einkennilega nafni. Einhverjir meðlimanna höfðu verið í Vébandinu sem hætti störfum litlu fyrr. Qtzjí qtzjí qtzjí (gæti reyndar hafa heitað Qtzjí qtzjí) var skráð til leik í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985 en mætti ekki til leiks. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi Eðvarð F. Vilhjálmsson trommuleikari, Einar Falur…

Quadro (1985)

Hljómsveitin Quadro starfaði 1985 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst ekki í úrslit. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar.

Quintet Sindra (1998)

Hljómsveitin Quintet Sindra tók 1998 þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík. Sama ár kom lag með sveitinni út á safnplötunni Rokkstokk 1998. Meðlimir hennar voru Vilhelm Grétar Ólafsson trommuleikari, Gestur Pálmason trommuleikari, Þórólfur Ingi Þórisson bassaleikari, Hildur Bjargey Torfadóttir söngkona og Ingi Garðar Erlendsson píanó- og harmonikkuleikari. Allar frekari upplýsingar um Quintet Sindra eru vel…