Coda (1983-84)

Coda

Hljómsveitin Coda úr Keflavík var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri en hún starfaði 1983 og 84.

Sveitin var stofnuð snemma vors 1983 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Elvar Gottskálksson bassaleikari, Baldur Þórir Guðmundsson hljómborðs- og gítarleikari, Vignir Daðason söngvari, Óskar Nikulásson gítarleikari, Baldur Baldursson hljómborðsleikari og Eðvarð Vilhjálmsson trommuleikari. Guðmundur Jens Guðmundsson kom einnig inn í sveitina á einhverjum tímapunkti en hún starfaði um sumarið, lék mestmegnis í Keflavík en einnig eitthvað á höfuðborgarsvæðinu. Coda hætti um haustið en kom aftur saman í febrúar 1984 en þar við sat.

Sveitin kom aftur fram á sjónarsviðið árið 2013 eftir þrjátíu ára hlé.