Asterix [1] (1975)

Hljómsveitin Asterix var að öllum líkindum skammlíf sveit, starfandi haustið 1975 og kom þá eitthvað fram á skemmtistaðnum Þórscafé.

Meðlimir sveitarinnar voru Anton Kröyer gítarleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari, Ari B. Gústafsson bassaleikari, Kristján Óskarsson orgelleikari og Bryndís Júlíusdóttir söngkona.